Að skapa rými fyrir hæglæti

Activity: Talk or presentationOral presentation

Description

Þróunarverkefnið Stilla – hæglátt leikskólastarf stóð yfir í þrjú ár og byggði á hugmyndum um hæga uppeldisfræði (e. slow pedagogy) og hæga þekkingu (e. slow knowledge). Leitað var svara við spurningunni um hvernig hægt væri að skapa skilyrði fyrir hæglæti í leikskólastarfi og þannig efla merkingarbært nám, dýpka tengsl og styðja við faglegt lærdómssamfélag. Lögð var áhersla á að börn fengju tíma til leiks og þátttöku í daglegu starfi.

Markmiðið var tvíþætt: Annars vegar að þróa starfshætti sem gera börnum kleift að kafa djúpt í leik og nám í takt við eigin forvitni, og hins vegar að efla ígrundun og faglega sjálfsmynd kennara í gegnum skráningar, samræður og sameiginlega íhugun.

Spurningin sem leitað var svara við í rannsókninni var:

Gagnaöflun fólst í viðtölum við rýnihópa og stjórnendur, auk skráninga úr reglulegum vinnusmiðjum, leshringjum og samtölum í teymum og með ráðgjöfum. Í erindinu verður fjallað um fjórar birtingarmyndir hæglætis samkvæmt hugtökum Alison Clark: að dvelja með, að fara út af sporinu, að kafa djúpt og að horfa til lengri tíma.

Niðurstöður benda til að hæglæti skapi rými fyrir sjálfræði barna, dýpri tengsl og merkingarbært nám. Þegar tíminn er gefinn fyrir samveru og könnun, dregur það úr streitu bæði barna og starfsfólks, fagvitund kennara dýpkar og sköpun fær meira vægi í leikskólastarfi. Þannig veitir hæglátt starf ekki aðeins aukið svigrúm til að staldra við, hlusta og tengjast, heldur mótar það nýja sýn á gildi tíma og tengsla í leikskólastarfi.
Period3 Oct 2025
Event titleMenntakvika 2025: Ráðstefna í menntavísindum
Event typeConference
LocationReykjavík, IcelandShow on map
Degree of RecognitionNational