Félags- og tilfinningafærni og líðan íslenskra ungmenna samkvæmt PISA 2022 

Activity: Talk or presentationOral presentation

Description

Í PISA-könnuninni 2022 var í fyrsta sinn lögð fyrir heildstæð mæling á félags- og tilfinningafærni nemenda en könnunin beindi sjónum að sjö persónueiginleikum: þrautseigju, streituþoli, skörungsskap, tilfinningastjórnun, forvitni, samkennd og samvinnu. Í rannsókninni var leitað eftir mati 15 ára ungmenna á Íslandi á ýmsum félags- og tilfinningafærniþáttum, hvort fram kæmi kynjamunur og hvort finna mætti tengsl slíkrar færni við námsárangur í stærðfræði, lestri og náttúruvísindum. Niðurstöður sýndu að íslenskir nemendur mældust yfir meðaltali OECD-landanna í þrautseigju, streituþoli, tilfinningastjórnun og skörungsskap en undir meðaltali í forvitni, samkennd og samvinnu. Kynjamunur kom helst fram í streituþoli og tilfinningastjórnun sem drengir mátu hærra og samkennd sem stúlkur mátu hærra. Í ljós komu jákvæð en veik tengsl félags- og tilfinningafærni nemendanna, einkum þrautseigju og forvitni, við námsárangur í stærðfræði, lestri og náttúruvísindum. Tengslin voru meiri hér á landi en í hinum OECD-löndunum. Í ljósi vaxandi hegðunar- og samskiptavanda í skólastarfi og aukins ofbeldis meðal ungmenna er brýnt að efla samkennd og hæfni til samvinnu. Rannsóknin gefur vísbendingar um að forvitni og þrautseigja nemenda skili betri námsárangri og að auka þurfi markvissa vinnu með félags- og tilfinningafærni innan grunnskóla.u ákveðnar vísbendingar í niðurstöðunum um að það að hlúa að forvitni og þrautseigju nemenda skipti miklu fyrir árangur í skóla-starfi, sbr. umfangsmikla bandaríska yfirlitsrannsókn sem sýndi að markviss vinna með félags- og tilfinningafærni skilaði sér alla jafna í betri námsárangri (Cipriano o.fl., 2024). Því er mikilvægt að skoða hvort vinna þurfi á markvissari hátt með félags- og tilfinninga-færni í skólastarfi hér á landi.

Period3 Oct 2025
Event titleMenntakvika 2025: Ráðstefna í menntavísindum
Event typeConference
LocationReykjavík, IcelandShow on map
Degree of RecognitionNational