Í fyrirlestrinum er fjallað um hugsanir og tilfinningar Egils Skallagrímssonar í Egils sögu, hvernig þær eru tjáðar í sögunni og hvernig þær tengjast myndmáli um skáldskap í kvæðum Egils. Sagt er frá nýjustu rannsóknum á tilfinningum í íslenskum fornsögum og hvernig lesendur geta notað þær sem lykla til að nálgast innra líf fornsagnapersóna.