Description
Erindið fjallar um kennsluaðferðir sem fjórtán kennarar í íslensku sem öðru máli notuðu í netkennslu til að styðja nemendur við meira sjálfstæði í netnámi. Hingað til hafa slíkar rannsóknir ekki verið gerðar hér á landi og vitað er aðeins um örfáar rannsóknir á heimsvísu sem fjalla um svipað efni. Hér er verið að ræða eiginlega rannsókn sem byggir á viðtölum kennara um kennslu á tímum faraldursins annars vegar og hvernig þeir hafa mögulega breytt eða aðlagað aðferðum sínum í netkennslu eftir faraldurinn hins vegar.Í þessari samanburðarrannsókn er varpað ljósi á mögulega þróun í netkennslu í íslensku sen öðru máli sem fór fram á tímum faraldursins og þær aðferðir sem styðja við sjálfstæði nemenda í netnámi í dag. Við val á þátttakendum var notast við markmiðsúrtak (e. purpose sampling) og valdir voru þeir þátttakendur sem höfðu reynslu með netkennslu í íslensku sem öðru máli. Þemagreiningu var bætt við úrvinnslu gagna en helstar niðurstöður benda til þess að sér valin verkefni fyrir utan hefðbundna netkennslutíma stuðla að aukinni tungumálakunnáttu nemenda og þátttöku þeirra í netnámi. Í erindinu verður greint frá þeim kennsluaðferðum sem stuðla bæði að auknu sjálfsnámi nemenda í netnámi og fagþróun kennara í netkennslu.
| Period | 19 Sept 2025 → 20 Sept 2025 |
|---|---|
| Event title | Samfélagið er lykill að íslensku |
| Event type | Conference |
| Location | Akureyri, IcelandShow on map |
| Degree of Recognition | National |