Description
Föstudaginn 7. apríl 2006 fór fram doktorsvörn við læknadeild Háskóla Íslands. Þá varði Jón Hallsteinn Hallsson sameindalíffræðingur doktorsritgerð sína ” Virkni, varðveisla og breytingar á Mitf umritunarþættinum / Function conservation and modifications of the Mitf transcription factor ”. Andmælendur voru dr. Colin Goding, vísindamaður við Marie Curie Research Institute í Bretlandi og dr. Sigurður Ingvarsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Dr. Stefán B. Sigurðsson, forseti læknadeildar, stjórnaði athöfninni sem fór fram í hátíðasal, aðalbyggingu Háskóla Íslands. Aðalleiðbeinandi verkefnisins var dr. Eiríkur Steingrímsson, prófesor við læknadeild Háskóla Íslands og aðstoðarleiðbeinandi var dr. Heinz Arnheiter, yfirmaður við National Institutes of Health í Bandaríkjunum. Doktorsnefndina skipuðu, auk leiðbeinenda, þau dr. Jón Jóhannes Jónsson, dósent við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir við Landspítala-Háskólasjúkrahús, og dr. Þórunn Rafnar sérfræðingur hjá Íslenskri Erfðagreiningu.| Period | 7 Apr 2006 |
|---|---|
| Degree of Recognition | International |