Bridging the Gaps of Mental and Physical Health from Adolescence to Adulthood: The 1988 Icelandic Birth Cohort Study

Project Details

Description

Rannsóknin Heilsuferðalagið – langtímarannsókn á Íslendingum fæddum 1988 mun vera ein af fyrstu rannsóknum á Íslandi til að skoða ítarlega langtímaþróun á heilsufars tengdum þáttum á mótunarárunum frá unglingsaldri til fullorðinsára. Rannsóknin er samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands auk erlendra samstarfsaðila.

Markmið rannsóknarinnar er að skoða langtímabreytingar á andlegri, félagslegri og líkamlegri heilsu Íslendinga fæddra árið 1988 frá unglingsárum (15 ára), for-fullorðinsárum (23 ára) til fullorðinsára (við 36 ára aldur í fyrirhugaðri rannsókn). Áætlað er að meta andlega og líkamlega heilsu ásamt félagslegum stuðningi hjá þátttakendum sem nú hafa náð fullorðinsaldri og skoða þversniðstengsl milli þunglyndiseinkenna, einmanaleika, streitu, svefns, þreks, hreyfingar og líkamssamsetningar. Einnig að kanna langtímaáhrif þreks og hreyfingar á unglingsaldri og á for-fullorðinsárum á þunglyndi, kvíða, sjálfsálit, líkamsímynd og lífsánægju á fullorðinsárum. Andleg og líkamleg heilsa verður metin með spurningalista, auk þess sem hreyfing, þrek og svefn verða að metin með hlutlægum mæliaðferðum. Með því að brúa bilið á milli unglings- og fullorðinsára gefst einstakt tækifæri til að skilja hvernig andleg líðan, félagslegur stuðningur, þrek, hreyfing og svefn tengjast og móta heilsu á fullorðinsárum.

Árið 2003 þá hófst fyrsta gagnasöfnun, önnur gagnasöfnun hófst 2012 og þriðja gagnasöfnun fór af stað árið 2024.
Short titleHeilsuferðalagið
StatusActive
Effective start/end date1/01/24 → …