Einkenni og mataræði einstaklinga með iðraólgu sem fylgja lág-FODMAP mataræði

Translated title of the contribution: Gastrointestinal symptoms and dietary intake of patients with irritable bowel syndrome following a low FODMAP diet

Ingunn Erla Ingvarsdottir, Svava Engilbertsdottir, Þórhallur Ingi Halldórsson, Einar Stefán Björnsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

INNGANGUR

Neysla matvæla sem innihalda FODMAP (e. fermentable oligosaccharides, disaccharides, monosaccharides and polyols; ísl. gerjanlegar fá-, tví- og einsykrur og fjölalkóhóla) hefur verið tengd við verri einkenni hjá einstaklingum með iðraólgu. Markmið rannsóknarinnar var að bera saman einkenni og mataræði einstaklinga með iðraólgu sem fylgja lág-FODMAP mataræði, með eða án stuðnings næringarfræðings.

EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR

Þátttakendum sem uppfylltu Rome IV skilyrði fyrir iðraólgu (n=54) var slembiraðað í tvo hópa, meðferðarhóp (einstaklingsmiðuð næringarmeðferð, n=28) og sjálfsnámshóp (aflaði sér upplýsinga um FODMAP á netinu, n=26). Báðum hópum var uppálagt að fylgja lág-FODMAP mataræði í fjórar vikur. Fjögurra daga matardagbók var notuð til að kanna mataræði. Einkenni iðraólgu voru metin með IBS-severity scoring system (IBS-SSS).

NIÐURSTÖÐUR

Þrettán einstaklingar luku ekki rannsókninni (fimm í meðferðarhópi og átta í sjálfsnámshópi). Einkenni iðraólgu voru minni eftir fjórar vikur á lág-FODMAP mataræði í samanburði við einkenni fyrir íhlutun í báðum hópum. Lækkunin á IBS-SSS einkennakvarða nam 132±110 stigum í sjálfsnámshópnum (p<0,001) og 183±101 stigum í hópnum sem fékk næringarmeðferð (p<0,001). Ekki reyndist munur á lækkun milli hópa. Fyrir íhlutun innihéldu að meðaltali um 80% máltíða beggja hópa fæðu með hátt innihald FODMAP. Undir lok íhlutunar innihéldu að meðaltali 9% máltíða hjá meðferðarhópnum og 36% máltíða hjá sjálfsnámshópnum fæðutegundir með hátt innihald FODMAP (p<0,001).

ÁLYKTANIR

Einkenni iðraólgu minnkuðu umtalsvert hjá báðum hópum á íhlutunartímabilinu, samhliða minni neyslu á fæðu með hátt innihald FODMAP. Hópurinn sem fékk einstaklingsmiðaða næringarmeðferð náði oftar að útiloka fæðu með hátt FODMAP samanborið við þau sem fengu leiðbeiningar um hvar þau gætu aflað sér upplýsinga sjálf.

INTRODUCTION: High FODMAP (fermentable oligo-, di, monosaccharides and polyols) foods have been linked with worsening symptoms of IBS patients. The aim was to compare gastrointestinal symptoms and dietary intake of patients with irritable bowel syndrome following a low FODMAP diet, with or without individual nutrition therapy.

MATERIALS AND METHODS: A total of 54 patients that met Rome IV criteria for IBS were randomized into two groups, guided group (individual nutrition therapy, n=28) and self-management group (learned about low FODMAP diet online, n=26). Both groups followed low FODMAP diet for 4 weeks. Four-day food records were used to assess dietary intake. Symptoms were assessed by the IBS-severity scoring system (ISB-SSS).

RESULTS: The number of subjects who did not complete the study was 13, thereof five in the nutrition therapy and eight in the self-management group, leaving 23 and 18 subjects available for analysis, respectively. Symptoms declined from baseline to endpoint in both groups, by 183±101 points on average in the group receiving nutrition therapy (p< 0.001) and 132±110 points in the self-management group (p< 0.001), with no difference between groups. At baseline, about 80% of meals in both groups contained food high in FODMAP's. The corresponding proportion was 9% and 36% in week 3 in the nutrition therapy and self-management group, respectively (p< 0.001).

CONCLUSION: Both groups experienced relieve of symptoms, but compliance to the low FODMAP diet was better in the group receiving individual nutrition therapy compared with the group who only received instructions on how to learn about low FODMAP diet online.

Translated title of the contributionGastrointestinal symptoms and dietary intake of patients with irritable bowel syndrome following a low FODMAP diet
Original languageIcelandic
Pages (from-to)298-306
Number of pages9
JournalLæknablaðið
Volume110
Issue number6
DOIs
Publication statusPublished - Jun 2024

Other keywords

  • FODMAP diet
  • Irritable bowel disease
  • diet
  • energy intake

Fingerprint

Dive into the research topics of 'Gastrointestinal symptoms and dietary intake of patients with irritable bowel syndrome following a low FODMAP diet'. Together they form a unique fingerprint.

Cite this