Abstract
Aristide er ungur maður sem býr á Norðaustur-Indlandi. Móðurmál hans er karbíska, sem er tíbesk-búrmiskt tungumál talað af um 500 þúsund manns, en hann talar ensku sem annað mál. Aristide er einn fjölmargra sem leggja stund á íslenskunám þrátt fyrir að hafa aldrei komið til landsins. Hann féllst á að útskýra hvaðan áhuginn kemur og segja frá reynslu sinni af náminu.
Original language | Icelandic |
---|---|
Journal | Mannamál |
Publication status | Published - Jan 2025 |