Orkuvinnslugeta virkjanakerfisins og skerðing orkuafhendingar veturinn 1981 - 1982

Translated title of the contribution: Firm energy determination for the power system with power shortage in the winter 1981 - 1982

Research output: Book/ReportCommissioned report

Abstract

Hinn 31. október sI. (1981) var 1. vél Hrauneyjafossvirkjunar gangsett og nú þessa dagana er verið að gangsetja 2. vél virkjunarinnar. Þrátt fyrir að þannig hafi nú á þessum vetri bæst ný stórvirkjun við orkuöflunarkerfið er ástandið í orkubúskapnum þannig, að þegar hefur þurft að grípa til verulegrar skerðingar á afgangsorkuafhendingu það sem af er vetri. Ekki er séð fyrir endann á erfiðleikunum. Staða Þórisvatns er nú engu betri en á sama tima s.l . vetur og ef svo heldur áfram sem horfir með veðurfar og vatnsrennsli má búast við að grípa þurfi til skerbingar á forgangsorku. Hvernig má slíkt vera á sama tima og verið er að taka nýja stórvirkjun í gagnið? Í greinargerð þessari er leitast við að svara þessari og öðrum áleitnum spurningum varðandi orkubúskapinn . Reynt er að meta hver nauðsynleg skerðing er fram á vor, en slíkt mat byggist óhjákvæmilega á rennslisspá . Hér er gert ráð fyrir að þurrasti vetur og vor er mælst hefur (1966) endurtaki sig fram á vor. Þetta kann að þykja fullmikil svartsýni, en þess ber að geta að hingað til hefur ekki bólað á breytingum til batnaðar í beirri þróun, sem átt hefur sér stað undanfarið varðandi rennsli. Rætist bessi spá hins vegar, má gera ráð fyrir að koma þurfi til gagngerðrar endurskoðunar á rennslisforsendum, sem nú eru notaðar við útreikning á orkuvinnslugetu og einnig sérstaklega með tilliti til sifelit lækkandi rennslis á undanförnum árum, en um betta verður nánar fjallað.
Translated title of the contributionFirm energy determination for the power system with power shortage in the winter 1981 - 1982
Original languageIcelandic
Place of PublicationReykjavík
PublisherLandsvirkjun
Number of pages26
Publication statusPublished - 1 Jan 1982

Other keywords

  • Energy shortage
  • Firm energy determination
  • Power system operation
  • Simulation and modeling

Fingerprint

Dive into the research topics of 'Firm energy determination for the power system with power shortage in the winter 1981 - 1982'. Together they form a unique fingerprint.

Cite this