Skýrsla um ráðstöfun aflamagns sem dregið er frá heildarafla og áhrif þess á byggðafestu

Vífill Karlsson, Hjalti Jóhannesson

Research output: Book/ReportCommissioned report

Abstract

Skýrslan leggur mat á byggðafestuáhrif potta fiskveiðistjórnunarkerfisins sem hafa verið einna lengst í gangi: Línuívilnun, almenni byggðakvótinn, skelbætur og strandveiðar. Í þessari skýrslu var valið að meta byggðafestuáhrif með því að mæla áhrif potta fiskveiðistjórnunarkerfisins á staðbundna veiði, löndun og vinnslu sjávarafla (en þó eingöngu botnfisks- og flatfisktegunda, enda gilda pottarnir um þá). Gagnasafn yfir allar hafnir á landinu á tímabilinu 2004-2014 lá til grundvallar niðurstöðunum.

Megin niðurstöður voru:
 Línuívilnun hefur skilað mestum byggðafestuáhrifum af þeim pottum sjávarútvegsins sem lengst hafa verið í gangi en strandveiðar og almenni byggðkvótinn komu þar á eftir, nokkuð jöfn, í öðru og þriðja sæti en skelbætur voru sístar.

Byggðafestuáhrif pottanna reyndust ólík eftir landsvæðum:
 Í einangruðustu og viðkvæmustu sjávarbyggðunum, Norðurlandi og Austurlandi og stór-höfuðborgarsvæðinu hafði línuívilnun mestu byggðafestuáhrifin.
 Á Snæfellsnesi og Vestfjörðum að hluta hafði almenni byggðakvótinn mestu
byggðafestuáhrifin.

Byggðafestuáhrif séð út frá kerfunum (pottunum):
 Strandveiðarnar og almenni byggðakvótinn höfðu mestu byggðafestuáhrif á
Vestfjörðum.
 Skelbæturnar höfðu mestu byggðafestuáhrifin á í öðrum höfnum (Norðurland og Austurland).
 Línuívilnun hefur haft mestu byggðafestuáhrifin á stór-höfuðborgarsvæðinu en nærri jafn mikil áhrif á aðrar hafnir.

Þannig má sjá að pottarnir virðast virka vel á sumum svæðum en ekki öðrum en sjaldnast virkar hver um sig best á sama svæði og annar pottur.

Aðrar niðurstöður:
 Höfuðborgarsvæðið er langstærsta verstöð landsins þegar horft er til hefðbundinnar svæðisskiptingar Hagstofu Íslands. Um helmingur allrar vinnslu og veiða fara fram á stór-höfuðborgarsvæðinu og sú hlutdeild fer stækkandi.
 Sjávarbyggðir eru hlutfallslega sterkari í veiðum utan stór-höfuðborgarsvæðisins. Þetta á sérstaklega við um Vesturland og Austurland.
 Höfuðborgarsvæðið er hlutfallslega sterkast í vinnslu, en þar er verkað tvöfalt meira en svarar til aflaheimilda þess. Stór-höfuðborgarsvæðið kemur fast á hæla þess og Akureyri í kjölfarið. Eyjafjörður er sterkur í vinnslu, Vestfirðir virðast í góðri stöðu hvað hana varðar en síst er hún á Austurlandi.
 97% skelbótanna hafa farið til 27 úthlutunarhæstu hafna landsins á árunum 2003-2014, 78% almenna byggðakvótans, 84% strandveiðanna og 91% línuívilnunar. Þéttbýli á Íslandi eru um 105 á Íslandi en 68 þeirra eru talin til sjávarbyggða í þessari skýrslu.
 Af 68 útgerðarstöðum fóru skelbætur á 45 staði á tímabilinu, mest 12.886 tonn til Stykkishólms en næstmest 3.426 tonn til Grundarfjarðar - eða um helmingur bótanna á þessa tvo staði. Í Stykkishólmi virðast skelbætur hafa skipt sköpum um byggðafestu þó greiningarlíkanið nái ekki utan um það (sjá lýsandi greiningu).
 Bolungarvík bar höfuð og herðar yfir þá staði sem nýttu sér línuívilnun með 9.997 tonn á tímabilinu 2003-2014 en Ólafsvík kom þar á eftir með 4.358 tonn. Rif, Grindavík og Suðureyri fylgdu svo í kjölfarið með um 3.500 til 3.800 tonn.
 Skipting og dreifing í strandveiðum og almenna byggðakvótanum var mun jafnari á milli staða en í línuívilnun og skelbótum.
Original languageIcelandic
Place of PublicationAkureyri
PublisherRannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri
Number of pages91
Publication statusPublished - Feb 2017

Cite this