Abstract
Skýrslan leggur mat á byggðafestuáhrif potta fiskveiðistjórnunarkerfisins sem hafa verið einna lengst í gangi: Línuívilnun, almenni byggðakvótinn, skelbætur og strandveiðar. Í þessari skýrslu var valið að meta byggðafestuáhrif með því að mæla áhrif potta fiskveiðistjórnunarkerfisins á staðbundna veiði, löndun og vinnslu sjávarafla (en þó eingöngu botnfisks- og flatfisktegunda, enda gilda pottarnir um þá). Gagnasafn yfir allar hafnir á landinu á tímabilinu 2004-2014 lá til grundvallar niðurstöðunum.
Megin niðurstöður voru:
Línuívilnun hefur skilað mestum byggðafestuáhrifum af þeim pottum sjávarútvegsins sem lengst hafa verið í gangi en strandveiðar og almenni byggðkvótinn komu þar á eftir, nokkuð jöfn, í öðru og þriðja sæti en skelbætur voru sístar.
Byggðafestuáhrif pottanna reyndust ólík eftir landsvæðum:
Í einangruðustu og viðkvæmustu sjávarbyggðunum, Norðurlandi og Austurlandi og stór-höfuðborgarsvæðinu hafði línuívilnun mestu byggðafestuáhrifin.
Á Snæfellsnesi og Vestfjörðum að hluta hafði almenni byggðakvótinn mestu
byggðafestuáhrifin.
Byggðafestuáhrif séð út frá kerfunum (pottunum):
Strandveiðarnar og almenni byggðakvótinn höfðu mestu byggðafestuáhrif á
Vestfjörðum.
Skelbæturnar höfðu mestu byggðafestuáhrifin á í öðrum höfnum (Norðurland og Austurland).
Línuívilnun hefur haft mestu byggðafestuáhrifin á stór-höfuðborgarsvæðinu en nærri jafn mikil áhrif á aðrar hafnir.
Þannig má sjá að pottarnir virðast virka vel á sumum svæðum en ekki öðrum en sjaldnast virkar hver um sig best á sama svæði og annar pottur.
Aðrar niðurstöður:
Höfuðborgarsvæðið er langstærsta verstöð landsins þegar horft er til hefðbundinnar svæðisskiptingar Hagstofu Íslands. Um helmingur allrar vinnslu og veiða fara fram á stór-höfuðborgarsvæðinu og sú hlutdeild fer stækkandi.
Sjávarbyggðir eru hlutfallslega sterkari í veiðum utan stór-höfuðborgarsvæðisins. Þetta á sérstaklega við um Vesturland og Austurland.
Höfuðborgarsvæðið er hlutfallslega sterkast í vinnslu, en þar er verkað tvöfalt meira en svarar til aflaheimilda þess. Stór-höfuðborgarsvæðið kemur fast á hæla þess og Akureyri í kjölfarið. Eyjafjörður er sterkur í vinnslu, Vestfirðir virðast í góðri stöðu hvað hana varðar en síst er hún á Austurlandi.
97% skelbótanna hafa farið til 27 úthlutunarhæstu hafna landsins á árunum 2003-2014, 78% almenna byggðakvótans, 84% strandveiðanna og 91% línuívilnunar. Þéttbýli á Íslandi eru um 105 á Íslandi en 68 þeirra eru talin til sjávarbyggða í þessari skýrslu.
Af 68 útgerðarstöðum fóru skelbætur á 45 staði á tímabilinu, mest 12.886 tonn til Stykkishólms en næstmest 3.426 tonn til Grundarfjarðar - eða um helmingur bótanna á þessa tvo staði. Í Stykkishólmi virðast skelbætur hafa skipt sköpum um byggðafestu þó greiningarlíkanið nái ekki utan um það (sjá lýsandi greiningu).
Bolungarvík bar höfuð og herðar yfir þá staði sem nýttu sér línuívilnun með 9.997 tonn á tímabilinu 2003-2014 en Ólafsvík kom þar á eftir með 4.358 tonn. Rif, Grindavík og Suðureyri fylgdu svo í kjölfarið með um 3.500 til 3.800 tonn.
Skipting og dreifing í strandveiðum og almenna byggðakvótanum var mun jafnari á milli staða en í línuívilnun og skelbótum.
Megin niðurstöður voru:
Línuívilnun hefur skilað mestum byggðafestuáhrifum af þeim pottum sjávarútvegsins sem lengst hafa verið í gangi en strandveiðar og almenni byggðkvótinn komu þar á eftir, nokkuð jöfn, í öðru og þriðja sæti en skelbætur voru sístar.
Byggðafestuáhrif pottanna reyndust ólík eftir landsvæðum:
Í einangruðustu og viðkvæmustu sjávarbyggðunum, Norðurlandi og Austurlandi og stór-höfuðborgarsvæðinu hafði línuívilnun mestu byggðafestuáhrifin.
Á Snæfellsnesi og Vestfjörðum að hluta hafði almenni byggðakvótinn mestu
byggðafestuáhrifin.
Byggðafestuáhrif séð út frá kerfunum (pottunum):
Strandveiðarnar og almenni byggðakvótinn höfðu mestu byggðafestuáhrif á
Vestfjörðum.
Skelbæturnar höfðu mestu byggðafestuáhrifin á í öðrum höfnum (Norðurland og Austurland).
Línuívilnun hefur haft mestu byggðafestuáhrifin á stór-höfuðborgarsvæðinu en nærri jafn mikil áhrif á aðrar hafnir.
Þannig má sjá að pottarnir virðast virka vel á sumum svæðum en ekki öðrum en sjaldnast virkar hver um sig best á sama svæði og annar pottur.
Aðrar niðurstöður:
Höfuðborgarsvæðið er langstærsta verstöð landsins þegar horft er til hefðbundinnar svæðisskiptingar Hagstofu Íslands. Um helmingur allrar vinnslu og veiða fara fram á stór-höfuðborgarsvæðinu og sú hlutdeild fer stækkandi.
Sjávarbyggðir eru hlutfallslega sterkari í veiðum utan stór-höfuðborgarsvæðisins. Þetta á sérstaklega við um Vesturland og Austurland.
Höfuðborgarsvæðið er hlutfallslega sterkast í vinnslu, en þar er verkað tvöfalt meira en svarar til aflaheimilda þess. Stór-höfuðborgarsvæðið kemur fast á hæla þess og Akureyri í kjölfarið. Eyjafjörður er sterkur í vinnslu, Vestfirðir virðast í góðri stöðu hvað hana varðar en síst er hún á Austurlandi.
97% skelbótanna hafa farið til 27 úthlutunarhæstu hafna landsins á árunum 2003-2014, 78% almenna byggðakvótans, 84% strandveiðanna og 91% línuívilnunar. Þéttbýli á Íslandi eru um 105 á Íslandi en 68 þeirra eru talin til sjávarbyggða í þessari skýrslu.
Af 68 útgerðarstöðum fóru skelbætur á 45 staði á tímabilinu, mest 12.886 tonn til Stykkishólms en næstmest 3.426 tonn til Grundarfjarðar - eða um helmingur bótanna á þessa tvo staði. Í Stykkishólmi virðast skelbætur hafa skipt sköpum um byggðafestu þó greiningarlíkanið nái ekki utan um það (sjá lýsandi greiningu).
Bolungarvík bar höfuð og herðar yfir þá staði sem nýttu sér línuívilnun með 9.997 tonn á tímabilinu 2003-2014 en Ólafsvík kom þar á eftir með 4.358 tonn. Rif, Grindavík og Suðureyri fylgdu svo í kjölfarið með um 3.500 til 3.800 tonn.
Skipting og dreifing í strandveiðum og almenna byggðakvótanum var mun jafnari á milli staða en í línuívilnun og skelbótum.
| Original language | Icelandic |
|---|---|
| Place of Publication | Akureyri |
| Publisher | Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri |
| Number of pages | 91 |
| Publication status | Published - Feb 2017 |