Svæfingar íslenskra og erlendra kvenna fyrir bráðakeisaraskurð á Íslandi á árunum 2007-2018

Translated title of the contribution: Anaesthesia for Emergent Caesarean Section: A Population-based Study on Icelandic and Migrant Women during 2007-2018

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

INNGANGUR

Svæfing fyrir bráðakeisaraskurð er sjaldgæft og alvarlegt inngrip í líf móður og barns sem reynt er að komast hjá en getur bjargað lífi þeirra. Erlendar konur eru í aukinni hættu á fylgikvillum og inngripum á meðgöngu. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort erlendar konur væru í aukinni hættu á svæfingu fyrir bráðakeisaraskurð samanborið við íslenskar konur.

EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR

Lýðgrunduð ferilrannsókn á 4415 konum sem fæddu lifandi einbura með bráðakeisaraskurði á Íslandi á árunum 2007-2018. Gögn fengust úr Fæðingaskrá. Hópnum var skipt upp eftir ríkisfangi og erlendum ríkisföngum skipt nánar með tilliti til lífskjaravísitölu (HDI). NCSP-IS og ICD-10 greiningarkóðakerfin voru notuð til að greina heilsufarsupplýsingar, inngrip og fylgikvilla. Fjölþátta aðhvarfsgreining var framkvæmd til að kanna áhrif skýribreyta á útkomuna.

NIÐURSTÖÐUR

Erlendar konur voru svæfðar fyrir bráðakeisaraskurð í 16,1% tilfella á móti 14,6% tilvika íslenskra kvenna. Erlendar konur voru í aukinni hættu á því að lenda í neyðarkeisaraskurði (OR 1,45, 95% ÖB 1,08-1,94) sem er nær alltaf gerður í svæfingu. Fyrri saga um keisaraskurð (aOR 0,73, 95% ÖB 0,59-0,89) og utanbastsdeyfing lögð á fæðingarstofu (aOR 0,49, 95% ÖB 0,40-0,60) drógu úr líkunum á svæfingu fyrir keisaraskurð þegar leiðrétt var fyrir öðrum þáttum.

ÁLYKTUN

Erlendar konur eru ekki í aukinni hættu á svæfingu fyrir bráðakeisaraskurð en eru líklegri til að lenda í neyðarkeisaraskurði. Þetta gæti skýrst af tungumálaörðugleikum og að mögulega sé stuðningi og upplýsingagjöf ábótavant hjá þessum viðkvæma þjóðfélagshópi. Hægt væri að koma í veg fyrir hluta neyðarkeisaraskurða og svæfinga fyrir keisaraskurð með tímanlegri upplýsingagjöf og þjónustu.


INTRODUCTION: General anaesthesia for emergent caesarean section, though uncommon, is vital in expediting deliveries. Studies indicate higher complication risks among pregnant migrant women. This research investigates if migrant women in Iceland are more likely to undergo general anaesthesia for emergent caesarean section compared to their Icelandic counterparts.

MATERIALS AND METHODS: This population-based cohort study analysed 4,415 emergency caesarean sections in Iceland between 2007 and 2018, sourced from the National Birth Registry. Participants were categorized by citizenship, with migrants further stratified by their country's Human Development Index (HDI). NCSP-IS and ICD-10 codes indexed diseases, interventions, and complications. The impact of variables was assessed through multiple logistic regression analysis.

RESULTS: Migrant women received general anaesthesia in 16.1% of cases, slightly surpassing Icelandic women's 14.6%. Adjusting for risk factors showed no increased risk for migrant women. However, they had a higher likelihood of urgent caesarean sections (OR 1.45, 95% CI 1.08-1.94, p=0.015), a known risk factor for general anaesthesia, despite fewer comorbidities. Adjusting for confounders revealed reduced odds with a history of previous caesarean section (aOR 0.73, 95% CI 0.59-0.89, p=0.003) and placement of epidural anaesthesia in the delivery room (aOR 0.49, 95% CI 0.40-0.60, p< 0.001).

CONCLUSIONS: Migrant women in Iceland do not face increased risks of general anaesthesia for emergent caesarean sections. However, their elevated risk of urgent caesarean sections suggests potential challenges, including language barriers or inadequate antenatal care. Early information dissemination and targeted interventions may mitigate these risks in this vulnerable community.

Translated title of the contributionAnaesthesia for Emergent Caesarean Section: A Population-based Study on Icelandic and Migrant Women during 2007-2018
Original languageIcelandic
Pages (from-to)191-199
Number of pages9
JournalLæknablaðið
Volume110
Issue number4
DOIs
Publication statusPublished - Apr 2024

Bibliographical note

Publisher Copyright: © 2024 Laeknafelag Islands. All rights reserved.

Other keywords

  • Human Development Index
  • anaesthesia
  • caesarean section
  • migrant women
  • obstetrics
  • pregnancy

Fingerprint

Dive into the research topics of 'Anaesthesia for Emergent Caesarean Section: A Population-based Study on Icelandic and Migrant Women during 2007-2018'. Together they form a unique fingerprint.

Cite this